Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kjaftasögur og fleira....

Sko... ég er ekkert endilega að tala um mig og kjaftasögur um mig.... heldur er oft tilfellið að kjaftasögur verða til þegar einhver dregur ranga ályktun út frá einhverju bulli. Þannig að þið getið alveg hætt að spyrja mig út í þessa bullkjaftasögu um mig - ég er búin að heyra ýmsar bullsögur um marga - ekki bara mig og hana nú Smile.

Annars er allt fínt að frétta úr sveitinni, við erum alltaf upp í hesthúsum að hafa það gaman. Þetta er yndislegt. Ég og Almar vorum í reiðtúr í dag og ég og Berghildur fórum líka í reiðtúr í gerðinu - ekki leiðinlegt. Börnin eru orðnir svo miklir hestamenn að þau tala um skjótta hunda LoL

Góða helgi


Lítið samfélag...

Mér finnst alveg yndislegt að búa í svona litlu samfélagi eins og Húnaþingi vestra. Kostirnir eru mjög margir s.s. mjög gott fólk sem standa bak við mann eins og fjölskylda, Almar Þór búinn að fara á æfingar og tónlistaskólann þegar ég sæki hann úr gæslu kl. 16, frábært fólk í hesthúsinu sem m.a. passa fyrir mig þegar ég fer í reiðtúr og lána mér þvílíka gæðinga, skemmtilegt samstarfsfólk í vinnunni - oft mikið hlegið í vinnunni, góð og persónuleg þjónusta í mörgum fyrirtækjum og svona mætti lengi telja en svo það er einn galli en það er kjaftagangurinn. Stundum er eitthvað sannleikskorn í sögunum en þegar það eru hreinlega búnar til sögur  Woundering  þá finnst mér fólk ganga of langt og það hlýtur segja meira um fólkið sem er að búa til sögurnar heldur en þá sem sagan er um. En aftur á móti finnst mér flott þegar fólk spyr aðilann sem sagan er um, hreint og beint út um söguna.  Ekki trúa öllu sögunum sem eru núna í gangi  Wink

Fastan....

Almar Þór: " Mamma, í gamla, gamla daga var það þannig að eftir sprengidag mátti maður ekki borða kjöt!! .....ekki einu sinni hugsa um kjöt !!! .... þá var maður settur í fangelsi. Lentir þú einhvern tímann í því?" !!!!!!!!  Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu Frown


Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

250 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband