Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Almar Þór 8 ára 24.mars

spann2 185Já nú er maður orðinn gamall. Frumburðurinn orðinn 8 ára gamall! En við höfum aldrei haldið upp á daginn hans í stuttbuxum Cool. Það var smá afmæliskaffi kl. 11 en nokkrir krakkar sem eru í næstu raðhúsum komu og svo var haldið á ströndina. Frábært veður, sól og hiti. Um kvöldið fórum við út að borða en þegar Almar fékk eftirréttinn var spilað afmælislag og allir á staðnum klöppuðu - þetta var mjög gaman. 

Annars er allt fínt hérna, evran að lagast aðeins þannig að það lækkaði allt hérna skyndilega í verði - ekki leiðinlegt. Nokkrar myndir fylgja hér með nema ekki af mér því ég skil ekki hvernig myndavélin fer alltaf að nota einhvers konar breiðlinsu þegar tekin er mynd af mér!!!! Ég bara skil þetta ekki FootinMouth

 

spann2 134  spann2 037


Á Spáááááni

HOLA amigos. Jæja nú er litla fjölskyldan komin til Spánar Cool. Við erum hér með mömmu og pabba -  Katrínu og Brónu-  Eddu, Emil og Ingu Bjarteyju - Möggu, Kára, Hilmi og Arnóri. Við erum í þremur raðhúsum sem eru hluti af einum hring. Þetta er bara paradís með sundlaug í miðjunni. Hitinn er búinn að vera um 20-25 gráður og sól en í dag er reyndar rigning og aðeins 14 stiga hiti- það var eins gott að ég tók ullarpeysuna mína með mér Wink

Við erum búin að gera ýmislegt s.s. fara í góðan bíltúr, skoða hella, gamlan bæ og auðvitað fara á ströndina. Það er bara gaman. Einnig fórum við Katrín á írskan pöbb að tilefni Saint Patricks day og slóum í gegn í Karokí .... já það var rétt The Eskimos sisters sungum í Karókí og slóum auðvitað í gegn - reyndar voru þeir Írar sem voru á barnum mjög eðlilegir og sungu mjög "eðlilega".

Mynd dagsins er af hópnum á leið á ítalskan veitingastað (við erum samt á Spáni). spann1 355Bið að heilsa í bili en ég held að það sé kominn tími á að skoða "mollin" hérna fyrst það er rigning. Hasta luego amigos

 


Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

248 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband