Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ég var klikkuð ..... ok klukkuð ;)

 Haddý Hvalshöfðafrú klukkaði mig og nú koma svörin mín.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Au pair í Madrid á Spáni
  • Þjónustufulltrúi hjá Íslenska Útvarpsfélaginu
  • Við kennslu í Þelamerkurskóla og Hjallaskóla í Kópavogi
  • Rekið Bakka ehf
  • Er núna deildarstjóri stoðþjónustu í Grunnskóla Húnaþings vestra

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:


  • Dalalíf - Löggulíf
  • Forrest Gump
  • Karlakórinn Hekla
  • .... ææææ ég ferlega léleg í að muna nöfn á  myndum!!!!

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

  • Akureyri
  • Akurgerði, Reykjavík
  • Charlottetown, Prince Edward Island - Kanada
  • Laugarbakki

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Friends        
  • Næturvaktin
  • Grey's Anatomy
  • Breskir góðir sakamálaþætti og breskir gamanþættir

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Tékkland
  • Kópasker
  • Pólland
  • Strandirnar
     

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

  • netpostur.is
  • visir.is
  • Grunnskóli Húnaþings vestra
  • mentor.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

  • Lambakjöt er alltaf gott...klikkar ekki (ok, copy -paste frá Haddý)
  • Tortillas og fleira frá Mexico
  • Ekki má gleyma KFC mmmmmm
  • Reyndar verður ótrúlegasti matur góður þegar maður er ofboðslega svangur ;)

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

  • Fréttablaðið
  • 24 stundir
  • Hús & hýbýli
  • Vinnudagbókin mín


Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

  • Í hestaferð
  • Í góðra vina hópi .... alltaf gaman að hlægja
  • Í fríi með börnunum (og með góðum vinum) á stað þar sem það væri ekkert annað í boði en að hanga saman t.d. á sólarströnd eða í sumarbústað. Já og það væru engin verkefni sem biðu mín.... mmmm þvílíkur draumur !!!
  • Á skrifstofu Íslenskra Getrauna að taka á móti 65 milljóna króna Lottóvinningi :) Já ég væri líklega helst til í að vera á þessum staða þessa stundina.

 

Nú ætla ég að klukka....... Rakel Run, Sæu, Eydísi og Kollu Stellu :))))


Uppreisn hjá syninum!!!!

Jæja nú er allt að komast í ró eftir annasamt sumar.... en það er samt einn kettlingur eftir ef einhver vill Smile.

Við erum búin að vera talsvert í Hestheimum í sumar - sem er var mjög gaman og síðan var ég að vinna í stórversluninni Bakka þegar ég var heima.  Í rauninni er bara rólegheit að byrja í minni aðalvinnu en eins og fyrr segir búið að vera skemmtilegt sumar. Svo má alls ekki gleyma Króksmótinu en litla fjölskyldan fór á fótboltamót á Sauðárkrók í byrjun ágúst og náðum einni nótt í tjaldi.

Annars var nú Almar Þór með talsverða uppreisn í gærkvöldi. Við vorum að koma úr Reykjavík að sonurinn tilkynnir mér að hann sé hættur að halda með Liverpool heldur er hann byrjaður að halda með Man. United.. Woundering HALLÓ.. Man.United. Er ekki alveg í lagi? Eftir klukkutíma rökræður var hann nú kominn á það að hann héldi með báðum liðum en er þetta byrjun á einhverri unglingaveiki?? Ég bara spyr. Berghildur stóð með honum til að byrja með en var nú orðin sammála móður sinni þar sem hún átti auðveldara með að segja Liverpool heldur Manchester United. Ég verð nú að viðurkenna það ég hef bara ekki áttað mig á hversu mikilvægt málefni þetta er fyrr en nú!! Blush


Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

270 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband