26.8.2008 | 22:13
Ég var klikkuð ..... ok klukkuð ;)
Haddý Hvalshöfðafrú klukkaði mig og nú koma svörin mín.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Au pair í Madrid á Spáni
- Þjónustufulltrúi hjá Íslenska Útvarpsfélaginu
- Við kennslu í Þelamerkurskóla og Hjallaskóla í Kópavogi
- Rekið Bakka ehf
- Er núna deildarstjóri stoðþjónustu í Grunnskóla Húnaþings vestra
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Dalalíf - Löggulíf
- Forrest Gump
- Karlakórinn Hekla
- .... ææææ ég ferlega léleg í að muna nöfn á myndum!!!!
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Akureyri
- Akurgerði, Reykjavík
- Charlottetown, Prince Edward Island - Kanada
- Laugarbakki
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Næturvaktin
- Grey's Anatomy
- Breskir góðir sakamálaþætti og breskir gamanþættir
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Tékkland
- Kópasker
- Pólland
- Strandirnar
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
- netpostur.is
- visir.is
- Grunnskóli Húnaþings vestra
- mentor.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
- Lambakjöt er alltaf gott...klikkar ekki (ok, copy -paste frá Haddý)
- Tortillas og fleira frá Mexico
- Ekki má gleyma KFC mmmmmm
- Reyndar verður ótrúlegasti matur góður þegar maður er ofboðslega svangur ;)
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
- Fréttablaðið
- 24 stundir
- Hús & hýbýli
- Vinnudagbókin mín
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
- Í hestaferð
- Í góðra vina hópi .... alltaf gaman að hlægja
- Í fríi með börnunum (og með góðum vinum) á stað þar sem það væri ekkert annað í boði en að hanga saman t.d. á sólarströnd eða í sumarbústað. Já og það væru engin verkefni sem biðu mín.... mmmm þvílíkur draumur !!!
- Á skrifstofu Íslenskra Getrauna að taka á móti 65 milljóna króna Lottóvinningi :) Já ég væri líklega helst til í að vera á þessum staða þessa stundina.
Nú ætla ég að klukka....... Rakel Run, Sæu, Eydísi og Kollu Stellu :))))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 19:23
Uppreisn hjá syninum!!!!
Jæja nú er allt að komast í ró eftir annasamt sumar.... en það er samt einn kettlingur eftir ef einhver vill .
Við erum búin að vera talsvert í Hestheimum í sumar - sem er var mjög gaman og síðan var ég að vinna í stórversluninni Bakka þegar ég var heima. Í rauninni er bara rólegheit að byrja í minni aðalvinnu en eins og fyrr segir búið að vera skemmtilegt sumar. Svo má alls ekki gleyma Króksmótinu en litla fjölskyldan fór á fótboltamót á Sauðárkrók í byrjun ágúst og náðum einni nótt í tjaldi.
Annars var nú Almar Þór með talsverða uppreisn í gærkvöldi. Við vorum að koma úr Reykjavík að sonurinn tilkynnir mér að hann sé hættur að halda með Liverpool heldur er hann byrjaður að halda með Man. United.. HALLÓ.. Man.United. Er ekki alveg í lagi? Eftir klukkutíma rökræður var hann nú kominn á það að hann héldi með báðum liðum en er þetta byrjun á einhverri unglingaveiki?? Ég bara spyr. Berghildur stóð með honum til að byrja með en var nú orðin sammála móður sinni þar sem hún átti auðveldara með að segja Liverpool heldur Manchester United. Ég verð nú að viðurkenna það ég hef bara ekki áttað mig á hversu mikilvægt málefni þetta er fyrr en nú!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2008 | 19:36
Aðeins tveir kettlingar eftir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2008 | 12:30
Til gefins kettlingar
Jæja nú er ég orðin frekar þreytt á að hafa fullt hús af kettlingum. Kettlingarnir eru yndislegir og allt það en það er kominn tími á að þeir fái annað gott heimili þ.e.a.s. flytji að heiman. Ég ætla bara að vona að ég verði ekki svona hörð þegar börnin mín eiga að fara að flytja að heiman .
Þetta eru voðalega sætir, góðir kettlingar og allt hreinræktaðir bastarðar. Ein er svarbröndótt, loðin alveg rosalega flott læða, ein svart/hvít flekkótt læða (mjög sæt) og síðan grábröndótt/hvítur flekkóttur högni (líka svakalega sætur) en hann er með flottan blett á trýninu einnig gæti ég trúað að hann verði aðeins loðnari en venjulegir kettir. Skoðið myndirnar undir myndaalbúm og hafið samband. Ég hef ákveðið að taka hreinlega ekkert fyrir kettlingana og nú er tækifærið því það er ekki oft sem maður fær kettlinga gefins!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2008 | 01:05
Ég er löngu komin frá Kanada :)
Góð vinkona mín benti mér á að samkvæmt bloggheimum væri ég enn í Kanada en ég er komin heim eftir fína ferð. Það var mjög gaman að fara á gamlar slóðir og hitta fólk. Einnig var ég með frábæru fólki og ekki skemmir það
Nú er ég komin í Hestheima (á suðurlandi, rétt hjá Hellu) og ætla mér að hjálpa eitthvað til hér ( ef ég er til gagns) og fara í hestaferðir með túristum frá fjarlægðum löndum (ok, USA og Germany), fimmtudagskvöldið verð ég mætt á landsmót hestamanna og það verður BARA GAMAN.
Um síðustu helgi var Berghildur mikið að tala um að við yrðum að tjalda strax, ég skyldi ekki í þessu hjá henni því ég var að vinna á fullu í Bakka og nóg að gera þar sem það var ættarmót í Ásbyrgi. Dóttir mín hélt áfram að tala um þetta þar og ég var alltaf að tönglast á að við gætum ekki farið neitt þar sem ég væri að vinna. Þar til ég fattaði að hún vildi tjalda með ættarmótsgestum í Ásbyrgi!!!! Ég sagði að það myndi nú ekki ganga upp að vera boðflennur og tjalda á túninu við Ásbyrgi sem er á móti húsinu okkar en hún sá engan veginn að það væri eitthvað athugavert við það !!! Þá fór ég að spá hvernig væri nú ef ég tjaldaði með krökkunum mínum alltaf um hverja helgi og tæki þátt í öllum ættarmótum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2008 | 15:17
Kanadaferd
Jaeja kaeru vinir.
Nu er eg stodd i Kanada i vinnuferd med skolastjornendum a Nordurlandi vestra. Vid erum komin nuna til Halifax en erum buin ad vera a Prince Edward Island (thar sem eg var i nami) ad skoda skola og hitta adra skolastjornendur. Thetta er bara buid ad takast afskaplega vel og rosalega godur hopur sem er herna .
Annars gekk thetta mjog brosulega hja mer dagana adur en eg for ut en eg var med mjog,mjog mjog langan lista um thad sem eg atti ad gera adur en eg faeri ut, medal annars ad koma hestunum minum fra HVT og til Laugarbakka. Eg aetladi ad rida theim thangad en thad gekk ekki thar sem eg var algerlega timalaus thannig ad eg fekk hestkerru lanada. Thegar eg var ad setja einn hest upp a og rett ad setja setja krokinn a mulinn, haetti hesturinn skyndilega vid ad koma med og rikur ut ur kerrunni nema ad vid thad tha fer krokurinn a bolakaf i haegri lofann a mer og er pikkfastur thar . Pabbi klippir reipid i sundur og vid forum nidur a Heilsugaeslu kl 23. Kroknum er nad ur lofanum a mer en tha se eg bara sinina upp i thumalinn i sarinu og thad var i raun otrulegt ad sja hana hreyfast um leid og eg hreyfdi puttann !! Flott en eg var sem sagt flutt sudur med sjukrabil til ad lata taugalaekni athuga hvort taugin hafi eitthvad skemmst. Eg sagdist nu varla hafa tima fyrir thetta thvi eg vaeri ad fara til Kanada daginn eftir og vaeri ekki buin ad pakka!!! Tha var bara sjukbilstjorinn bedinn um ad keyra mig sudur og bida eftir mer thannig ad eg kaemist aftur nordur um nottin til ad pakka og thad gekk eftir. Eg var sem sagt komin heim kl. 5 um nottina og logd af stad aftur til Reykjavikur kl 12 med eitthvad dot i tosku, halfvonkud. Thad voru saumud 8 spor en thetta er allt ad koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 13:17
Vortónleikar og fleira
Góðan og blessaðan daginn.
Það er óhætt að segja að litla fjölskyldan hér fari snemma að sofa nk sunnudag! Já þessi vika hefur verið mjög þéttskipuð og á morgun erum við að fara á Sauðárkrók að taka þátt í sýningunni Æskan og hesturinn. Almar Þór mun taka þátt í atriði þar sem hann á að vera einn af dvergunum í Mjallhvít og dvergarnir sjö. Berghildur Björt mun einnig taka þátt en það verður í sameignlegu atriði þar sem öll minnstu börnin verða teymd einn hring. Við förum á Krókinn á morgun og sýningarnar verða á laugardaginn. Þetta verður mjög gaman.
Í gær voru vortónleikar tónlistarskólans og þar spilaði Almar á trommur og píanó og gekk rosalega vel. Ég var mjög stolt af drengnum en vonandi get ég við tækifæri sett hér inn á myndbandsupptökur :)
Bless í bili?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 11:09
Hræðilegt..
Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 23:52
Jú jú.... við erum löngu komin heim..
Það er líklega löngu kominn tími á eitt blogg. Rétt til að láta ættingja og vina vita hvað er að gerast hjá okkur. Almar Þór fékk flensu... já það er rétt hann fékk nefnilega flensu drengurinn en þetta tók hann 4 daga og svo var hann mættur aftur í skólann.
Í gærkveldi var ég, Sólrún og Mikki með matarklúbb og það var ekki leiðinlegt. Við ákváðum að grilla og mér finnst alltaf fyrsta grill sumarsins best og þetta heppnaðist einmitt alveg ljómandi. Nema... að matarboðið kostaði mig blóð... hár.... og tár. !!! Já ég skar mig í puttann við að skera niður kartöflur, kveikti í hárinu á mér þegar ég var setja logandi Sambuca á eftirrétti og svo var mikið hlegið þannig að það láku niður tár.
Í dag komu síðan Friðbert, Steinar Logi, Hrafn Viggó og Oddný Sigríður og eyddu deginum með okkur í góða veðrinu. Allir úti að leika sér, skellt sér í pottinn og síðan að sofa en systkinin þrjú gista líka hjá okkur. Þannig að þetta er mjög skemmtileg helgi hjá okkur.
Biðjum að heilsa í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2008 | 13:44
Almar Þór 8 ára 24.mars
Já nú er maður orðinn gamall. Frumburðurinn orðinn 8 ára gamall! En við höfum aldrei haldið upp á daginn hans í stuttbuxum . Það var smá afmæliskaffi kl. 11 en nokkrir krakkar sem eru í næstu raðhúsum komu og svo var haldið á ströndina. Frábært veður, sól og hiti. Um kvöldið fórum við út að borða en þegar Almar fékk eftirréttinn var spilað afmælislag og allir á staðnum klöppuðu - þetta var mjög gaman.
Annars er allt fínt hérna, evran að lagast aðeins þannig að það lækkaði allt hérna skyndilega í verði - ekki leiðinlegt. Nokkrar myndir fylgja hér með nema ekki af mér því ég skil ekki hvernig myndavélin fer alltaf að nota einhvers konar breiðlinsu þegar tekin er mynd af mér!!!! Ég bara skil þetta ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar