Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Sumarblíða

Getur þetta verið betra. CoolNúna sit ég úti í garði í 19 C hita og sól. Egill og Berghildur Björt í pottinum og Almar að leika sér með fótboltann. Í morgun fór fjölskyldan á Kormákshlaup og Almar Þór hljóp í sínum flokki og gekk svona líka ljómandi hjá honum.

Á mánudaginn ætlum við í sumarbústað til Guðrúnar og Þrastar en þau eru með bústað í Munaðarnesi fram á þriðjudags. Spáin lofar góðu þannig að þetta verður frábært frí.

Sumarkveðja


Laugarbakkaskóli fyrir langa löngu...

Á síðunni: http://hjolandi.rugludallur.com/lbs eru frábær myndbönd, sérstaklega myndböndin frá árshátíð 1986 og 1989. (Minn árgangur útskrifaðist vorið 1989Wink) Þetta er alger snilld. Ég er kynnir á árshátíð 1988 og 1989 og ég held að ég sé bara alveg eins......Halo


Sumardagurinn fyrst

Það er yndisleg tilhugsun að á morgun er fyrsti sumardagur ársins en skólinn ákvað að lengja helgina og þvi verður vetrarfrí í skólanum annan sumardag. Flott?

Á morgun ætlar Almar að taka þá í Kormákshlaupi og síðan verður hátíð í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem nemendur í 1.-6. bekk ætla m.a. að syngja nokkur lög. Annars ætlum við að gera ýmislegt s.s. að vera heima, að vera heima og síðast en ekki síst vera heima. Ekki leiðinlegt Cool


Berghildur Björt íþróttaálfur

Hún Berghildur fer sínar leiðir. Hún hefur lengi verið hrifin af Latabæ og þá fyrst Sollu. En nú vill hún ekki sjá Sollu heldur kemur aðeins Íþróttaálfurinn til greina. Nú vill hún aðeins vera í íþróttaálfsfötum og skammar móður sína á morgnanna ef mamman hefur ekki náð að þvo fötin og þurrka á meðan álfurinn sefur. Um daginn vorum við mæðgur í Smáralindinni, sem er nú ekki merkilegt, en Berghildur var í íþróttaálfsgallanum sínum, skónum og með buffið. Hún fékk mikla athygli og margir hrósuðu henni fyrir að láta ekki aðra segja henni hvað hún á að gera. Þetta var nú voða sniðugt fyrst en aftur á móti var þetta farið að fara í taugarnar á mér en ég var mikið að spá í hver viðbrögð fólks yrðu ef ég væri með Almar í Sollufötum. Fengi hann sömu jákvæðu viðbrögðin og Berghildur?des-2006-mars 2007 008

Almar Þór 7 ára

Þann 24. mars varð Almar 7 ára gamall. Tíminn líður!!! Afmælisdaginn kom fjölskyldan úr höfuðborginni og fjölskylduvinir í afmæli en svo var heljarinnar bekkjarafmæli á mánudeginum á eftir. Það var mikið fjör og yndislegt veður, ekki leiðinlegt :)    des-2006-mars 2007 046des-2006-mars 2007 047

Blogg - tilgangur?

Jæja, nú er komið að því.... nú verður maður að prófa að blogga. Ég er ekki með tilganginn alveg á hreinu en aftur á móti langar mig að leyfa vinum og vandamönnum, nær og fjær, að fylgjast aðeins með okkur :)

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

242 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband