Jæja...

þá er nú kominn tími á að blogga eitthvað. Við Egill erum nýkomin frá Danmark en kennarar og starfsfólk í Grunnskóla Húnaþings vestra fóru í kynnisferð til Randers og Skagen. Þetta var alveg frábær ferð. Gott veður (alltaf um 28-30 stiga hiti og sól). Mjög ánægð með ferðina Cool. Börnin voru í Kópavogi og höfðu það virkilega gott.

Það var ekki leiðinlegt að koma heim í yndislegt veður en í dag er reyndar frekar kalt enda þoka.....já það er líka 17.júní - það hlaut að vera Wink

Um næstu helgi er mikið um að vera, það er bæði fótboltamót á Blönduósi og líka afmæli hjá Birtu Magneu og Ríkeyju Öldu í Rvk. Þetta er dæmigert, helst vildi maður vera á öllum stöðum en nú verðum við að veljaFootinMouth

Einnig langar mig líka að fara til Akureyrar að heimsækja Sollu og fjölskyldu og ég er hugsum að gera það líka í næstu viku.... eins og þið sjáið er ýmislegt á dagskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo náttúrulega komiði til mín til Vínar. Ég bý við hliðina á tívolíinu og rétt hjá nektarnýlendunni. Mjög hressandi...

Katrín systir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Já það má ekki gleyma því.. en hvað segir þú er nektarnýlenda, þá verður maður nú fyrst að skoða "boot camp"

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband