25.6.2007 | 23:59
Að sitja í bíl....
Þar sem ég reyni allt hvað ég get að gera allt sem er í boði !! þá er ég búin að fara um 1300km á 5 dögum !!!
Á þriðjudaginn fór öll fjölskyldan að heimsækja Sollu, Víði, Sævar Helga, Sigrúnu Rósu og Herdísi Öglu á Akureyri - það var frábært að sjá þau en við verðum að ná að taka Kana næst (sko spila Kana). (ca 400km)
Á fimmtudeginum brunuðum við Sigrún E. til Reykjavíkur á kynningu á vegum vinnunnar (ca 400 km).
Á laugardaginn brunuðum við Berghildur suður í tvö afmælisboð (Ríkeyjar Öldu og Birtu Magneu) á meðan Egill og Almar fóru á fótboltamót á Blönduósi (ca 400km).
Á sunnudaginn fórum við öll á Blönduós á fótboltamót (ca 100km).
...... þetta er svo viturlegt
Annars var þetta bara fínt, Almar er afskaplega ánægður með helgina og er núna byrjaður á reiðnámskeiði á Gauksmýri - er brosandi allan hringinn eftir fyrsta daginn.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.