10.12.2007 | 13:50
Berghildur Björt í fyrsta skipti með flensu...
Hún Berghildur Björt er veik, þetta er í fyrsta skipti á æfinni sem hún fær flensu! Í fyrrinótt fékk hún hita en var nú hress í gær. Hún valhoppaði um og tilkynnti öllum sem komu að hún væri veik og færi ekki í leikskólann á morgun (í dag) - hún sagði þetta sérstaklega oft við Almar sem var nú eitthvað að reyna að sýna móður sinni að hann væri með kvef og líklega væri nú best fyrir hann að vera líka heima. En mikið finnst henni þetta erfitt núna, liggur í sófanum með 39 stiga hita og höfuðverk. Sofnar í nokkrar mínútur og vaknar upp ferlega svekkt að hún skuli enn vera veik. Ég skil hana vel - þetta er ekki skemmtilegt.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.