Fíasól komin með kettlinga

Vínarferð - des 2007 267Hún Fíasól er búin að eignast tvo sæta kettlinga. Við vissum nú að hún væri kettlingafull en eitt kvöldið læddist hún upp í rúm til Almars Þórs og eignast kettlingana. Almar tók ekki eftir neinu og daginn eftir fór Berghildur (þá orðin veik) upp í rúmið hans A til að kúra og bað mig um að laga sængina fyrir sig. Ég tók sængina en þá heyrði ég bara væl og viti menn þarna lágu tveir sætir kettlingar. Mamman er búin að vera mjög upptekin við að sinna frumburðum sínum ...já þetta er nú aldeilis spennandi blogg!!!

Jæja Helga nú er ég búin að blogga þrisvar sinnum á fjórum dögum, hvenær ætlar þú að taka mig af "óvirka listanum" þínum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiii hvað þeir eru sætir... mússí mússí...

Brynja (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 18:22

2 identicon

Nákvæmlega Brynja...... á ekki að prófa aftur að fá sér sæta kisu??

Guðbjörg (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:18

3 identicon

ohhhh hvað þeir eru sætir........ ætti ég að fá mér kött, spurning hvernig Garpur litli tekur honum.....

Sæa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 07:21

4 identicon

Spurning hvort að Garpur "litli" myndi ekki fá sér smá snarl eins og hérna í sumar þegar hann stútaði heilli fjölskyldu í viðurvist okkar Sæa.. og barnanna... hahahahahha

Brynja (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:49

5 identicon

Jiiiiisússs minn alllllmáttugur! Ég er búin að vera svo önnum kafin að stjana við hann Palla minn - og að láta hann stjana við mig að ég bara steingleymdi þér! Þrátt fyrir að við náðum að kjafta í símann í rúma 3 klukkutíma um daginn! Og takk fyrir það :-) Þetta voru bara þeir skemmtilegustu 3 klukkutímarnir mínir (samfelldir) í heilar 6 vikur að minnsta kosti!

Þér er hér með kippt af listanum óvinsæla (þ.e. eftir bara hálfa mínútu) 

Helga pelga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:17

6 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Sæa, mér líst ljómandi vel á að þú fáir þér kött en við verðum fyrst að koma kettlingnum á sjálfsvarnarnámskeið!! Eða eitthvað.

Helga, takk sömuleiðis fyrir símtalið - það var ekki leiðinlegt en ég er svo fegin að vera komin af "óvirka listanum" þínum því þetta var náttúrlega mikil skömm fyrir mig og fjölskyldu mína 

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

32 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband