20.3.2008 | 13:24
Á Spáááááni
HOLA amigos. Jæja nú er litla fjölskyldan komin til Spánar . Við erum hér með mömmu og pabba - Katrínu og Brónu- Eddu, Emil og Ingu Bjarteyju - Möggu, Kára, Hilmi og Arnóri. Við erum í þremur raðhúsum sem eru hluti af einum hring. Þetta er bara paradís með sundlaug í miðjunni. Hitinn er búinn að vera um 20-25 gráður og sól en í dag er reyndar rigning og aðeins 14 stiga hiti- það var eins gott að ég tók ullarpeysuna mína með mér .
Við erum búin að gera ýmislegt s.s. fara í góðan bíltúr, skoða hella, gamlan bæ og auðvitað fara á ströndina. Það er bara gaman. Einnig fórum við Katrín á írskan pöbb að tilefni Saint Patricks day og slóum í gegn í Karokí .... já það var rétt The Eskimos sisters sungum í Karókí og slóum auðvitað í gegn - reyndar voru þeir Írar sem voru á barnum mjög eðlilegir og sungu mjög "eðlilega".
Mynd dagsins er af hópnum á leið á ítalskan veitingastað (við erum samt á Spáni). Bið að heilsa í bili en ég held að það sé kominn tími á að skoða "mollin" hérna fyrst það er rigning. Hasta luego amigos
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll!! Það er gott að það er gott hjá þér góða! Ég hélt samt að þú hefðir verið að djóka með lopapeysuna....þangað til að ég sá myndina ;O)
Knús af klakanum Sól og Co
Og hey....drekktu fyrir mig lika ...blink,blink.....
sól (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.