19.4.2008 | 23:52
Jú jú.... við erum löngu komin heim..
Það er líklega löngu kominn tími á eitt blogg. Rétt til að láta ættingja og vina vita hvað er að gerast hjá okkur. Almar Þór fékk flensu... já það er rétt hann fékk nefnilega flensu drengurinn en þetta tók hann 4 daga og svo var hann mættur aftur í skólann.
Í gærkveldi var ég, Sólrún og Mikki með matarklúbb og það var ekki leiðinlegt. Við ákváðum að grilla og mér finnst alltaf fyrsta grill sumarsins best og þetta heppnaðist einmitt alveg ljómandi. Nema... að matarboðið kostaði mig blóð... hár.... og tár. !!! Já ég skar mig í puttann við að skera niður kartöflur, kveikti í hárinu á mér þegar ég var setja logandi Sambuca á eftirrétti og svo var mikið hlegið þannig að það láku niður tár.
Í dag komu síðan Friðbert, Steinar Logi, Hrafn Viggó og Oddný Sigríður og eyddu deginum með okkur í góða veðrinu. Allir úti að leika sér, skellt sér í pottinn og síðan að sofa en systkinin þrjú gista líka hjá okkur. Þannig að þetta er mjög skemmtileg helgi hjá okkur.
Biðjum að heilsa í bili
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð skvísa, ætlaði bara að segja þér að það var svakalegt stuð í afmælispartýinu okkar hér í Danaveldi, vantaði bara þig. Nú er bara að fara að skoða ferð til Kóngsins Köben næsta haust og hitta okkur kellurnar ;)
Partýkveðjur úr Álaborginni ;)
Halldóra (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:11
Elsku Halldóra, ég hugsaði ekkert smá til ykkar og ég fór reglulega inn á síður flugfélaganna til að athuga með flug en það var greinilega mikil aðsókn í afmælið ykkar því það hefur ekki verið tilboð eða lág flugfargjöld þessa helgi síðan í haust. En ég mæti pottþétt í 40 afmælið
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 20.4.2008 kl. 20:04
Jesús þvílík óheppni, ég gat nú samt ekki annað en brosað út í annað við lesturinn af óförum þínum
Sveinbjörg (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 04:32
Já ég finn eiginlega enn fyrir sviðalykt en það er ekki annað hægt en að brosa yfir þessu
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:48
Hahaha
Rakel (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.