Ég er löngu komin frá Kanada :)

Góð vinkona mín benti mér á að samkvæmt bloggheimum væri ég enn í Kanada en ég er komin heim eftir fína ferð. Það var mjög gaman að fara á gamlar slóðir og hitta fólk. Einnig var ég með frábæru fólki og ekki skemmir það Cool

Nú er ég komin í Hestheima (á suðurlandi, rétt hjá Hellu) og ætla mér að hjálpa eitthvað til hér ( ef ég er til gagns) og fara í hestaferðir með túristum frá fjarlægðum löndum (ok, USA og Germany), fimmtudagskvöldið verð ég mætt á landsmót hestamanna og það verður BARA GAMAN.

Um síðustu helgi var Berghildur mikið að tala um að við yrðum að tjalda strax, ég skyldi ekki í þessu hjá henni því ég var að vinna á fullu í Bakka og nóg að gera þar sem það var ættarmót í Ásbyrgi. Dóttir mín hélt áfram að tala um þetta þar og ég var alltaf að tönglast á að við gætum ekki farið neitt þar sem ég væri að vinna. Þar til ég fattaði að hún vildi tjalda með ættarmótsgestum í Ásbyrgi!!!! Ég sagði að það myndi nú ekki ganga upp að vera boðflennur og tjalda á túninu við Ásbyrgi sem er á móti húsinu okkar en hún sá engan veginn að það væri eitthvað athugavert við það !!! Þá fór ég að spá hvernig væri nú ef ég tjaldaði með krökkunum mínum alltaf um hverja helgi og tæki þátt í öllum ættarmótum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki málið að vera með???

Ingunn (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Já mér lýst vel á þessa hugmynd og ef það er sameiginleg máltíð á t.d. laugardagskvöldinu þá færðu bara frítt að borða fyrir ykkur öll. Það kalla ég að spara en fá samt kongafæði að borða. Svo ef einhver spyr hvað þú sért að gera þarna þá er þetta partur af þjónustunni.

Stella Jórunn A Levy, 3.7.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Nákvæmlega, þetta er ekki svo vitlaus hugmynd. Ertu til í að vera með að prófa þetta? Það væri fyndið ef það kæmi heill hópur sem væri bara enn einn leggurinn í ættinni - systkinið sem enginn vissi af

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 4.7.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Hehehe ójá alltaf til í smá sprell. Verðum bara léttar á því ef í vandræði fer. Hey góður þessi með systikinið sem enginn vissi af.

Stella Jórunn A Levy, 5.7.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

33 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband