Til gefins kettlingar

kettlingar 2008 014Jæja nú er ég orðin frekar þreytt á að hafa fullt hús af kettlingum. Kettlingarnir eru yndislegir og allt það en það er kominn tími á að þeir fái annað gott heimili þ.e.a.s. flytji að heiman. Ég ætla bara að vona að ég verði ekki svona hörð þegar börnin mín eiga að fara að flytja að heiman Wink.

Þetta eru voðalega sætir, góðir kettlingar og allt hreinræktaðir bastarðar. Ein er svarbröndótt, loðin alveg rosalega flott læða, ein svart/hvít flekkótt læða (mjög sæt) og síðan grábröndótt/hvítur flekkóttur  högni  (líka svakalega sætur) en hann er með flottan blett á trýninu einnig gæti ég trúað að hann verði aðeins loðnari en venjulegir kettir. Skoðið myndirnar undir myndaalbúm og hafið samband. Ég hef ákveðið að taka hreinlega ekkert fyrir kettlingana og nú er tækifærið því það er ekki oft sem maður fær kettlinga gefins!!Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislega sætir - gangi þér vel að finna góð heimili fyrir þá.... en mig langar mest í ljóshærðu stelpuna 

Edda (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skil þig vel.  Þetta er yndisleg ómegð !  En að sitja uppi með liðið of lengi er ekkert grín.

Hef átt ketti og kettlinga -og sat síðan uppi með sjö íslenska fjárhundahvolpa í hálft ár, fyrir þremur árum.   Þó að þetta væri að mörgu leyti ljúfur tími erum við Skotta, mamma hvolpana, alveg hjartanlega sammála um að þessu nennum við ALDREI aftur ! 

Svo er manni nú heldur ekki sama um það hvert blessuð dýrin fara, þannig að þar bætast við miklar pælingar og valkvíði.

Að lokum fengu þó öll Skottubörnin góð og farsæl heimili.  Og við Skotta önduðum léttar.   Vona að það sama verði með kisurnar þínar. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

33 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband