25.8.2008 | 19:23
Uppreisn hjá syninum!!!!
Jæja nú er allt að komast í ró eftir annasamt sumar.... en það er samt einn kettlingur eftir ef einhver vill .
Við erum búin að vera talsvert í Hestheimum í sumar - sem er var mjög gaman og síðan var ég að vinna í stórversluninni Bakka þegar ég var heima. Í rauninni er bara rólegheit að byrja í minni aðalvinnu en eins og fyrr segir búið að vera skemmtilegt sumar. Svo má alls ekki gleyma Króksmótinu en litla fjölskyldan fór á fótboltamót á Sauðárkrók í byrjun ágúst og náðum einni nótt í tjaldi.
Annars var nú Almar Þór með talsverða uppreisn í gærkvöldi. Við vorum að koma úr Reykjavík að sonurinn tilkynnir mér að hann sé hættur að halda með Liverpool heldur er hann byrjaður að halda með Man. United.. HALLÓ.. Man.United. Er ekki alveg í lagi? Eftir klukkutíma rökræður var hann nú kominn á það að hann héldi með báðum liðum en er þetta byrjun á einhverri unglingaveiki?? Ég bara spyr. Berghildur stóð með honum til að byrja með en var nú orðin sammála móður sinni þar sem hún átti auðveldara með að segja Liverpool heldur Manchester United. Ég verð nú að viðurkenna það ég hef bara ekki áttað mig á hversu mikilvægt málefni þetta er fyrr en nú!!
30 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna, ársæll sendir knús og kveðju til hennar
Magga Helga (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.