Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Beint í punginn...

Við Berghildur Björt vorum að kasta á milli nokkurs konar bolta (saman krumpaðri servéttu) þegar "boltinn" lenti fyrir neðan beltisstað á BBE, hún leit á mig og sagði "beint í punginn.....!!!" LoL 

Já hún ætlar sér að verða strákur þegar hún verður stór og Almar Þór er búinn að útskýrar að hún verði þá að fara til útlanda í aðgerð!!!


Að sitja í bíl....

Þar sem ég reyni allt hvað ég get að gera allt sem er í boði !!Woundering þá er ég búin að fara um 1300km á 5 dögum !!!

Á þriðjudaginn fór öll fjölskyldan að heimsækja Sollu, Víði, Sævar Helga, Sigrúnu Rósu og Herdísi Öglu á Akureyri - það var frábært að sjá þau en við verðum að ná að taka Kana næst (sko spila Kana). (ca 400km)

Á fimmtudeginum brunuðum við Sigrún E. til Reykjavíkur á kynningu á vegum vinnunnar (ca 400 km).

Á laugardaginn brunuðum við Berghildur suður í tvö afmælisboð (Ríkeyjar Öldu og Birtu Magneu) á meðan Egill og Almar fóru á fótboltamót á Blönduósi (ca 400km).

Á sunnudaginn fórum við öll á Blönduós á fótboltamót (ca 100km).

...... þetta er svo viturlegt Whistling

Annars var þetta bara fínt, Almar er afskaplega ánægður með helgina og er núna byrjaður á reiðnámskeiði á Gauksmýri - er brosandi allan hringinn eftir fyrsta daginn.

 


Jæja...

þá er nú kominn tími á að blogga eitthvað. Við Egill erum nýkomin frá Danmark en kennarar og starfsfólk í Grunnskóla Húnaþings vestra fóru í kynnisferð til Randers og Skagen. Þetta var alveg frábær ferð. Gott veður (alltaf um 28-30 stiga hiti og sól). Mjög ánægð með ferðina Cool. Börnin voru í Kópavogi og höfðu það virkilega gott.

Það var ekki leiðinlegt að koma heim í yndislegt veður en í dag er reyndar frekar kalt enda þoka.....já það er líka 17.júní - það hlaut að vera Wink

Um næstu helgi er mikið um að vera, það er bæði fótboltamót á Blönduósi og líka afmæli hjá Birtu Magneu og Ríkeyju Öldu í Rvk. Þetta er dæmigert, helst vildi maður vera á öllum stöðum en nú verðum við að veljaFootinMouth

Einnig langar mig líka að fara til Akureyrar að heimsækja Sollu og fjölskyldu og ég er hugsum að gera það líka í næstu viku.... eins og þið sjáið er ýmislegt á dagskránni.


Sumarið komið

Jæja nú held ég að sumarið sé komið. Það voru 19 stig í gær en rok. Núna er ekki eins heitt en það er logn og sólin lætur sjá sig. Berghildur er samt alveg á því að það sé rigning !! ég skil það ekki alveg en hún er úti í sólinni í regngallanum og inniskóm - er að fara að hjóla. Þau verða að fá að vera þau sjálf Cool.

Almar Þór er á Reynhólum í sauðburði, fór í gær og fékk að gista. Honum finnst þetta alveg frábært.

Í dag eru skólaslitin og þá eru nemendur komnir í sumarfrí. Strax eftir skólaslitin brunum við suður en Eoghan er að útskrifast úr Listaháskóla Íslands. - Til hamingju - Smile Að því tilefni ætlar fjölskylda hans og Katrínar (ég og fl.) að fara flott út að borða. Það verður æðislegt.


Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

33 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband