Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
26.6.2007 | 00:05
Beint í punginn...
Við Berghildur Björt vorum að kasta á milli nokkurs konar bolta (saman krumpaðri servéttu) þegar "boltinn" lenti fyrir neðan beltisstað á BBE, hún leit á mig og sagði "beint í punginn.....!!!"
Já hún ætlar sér að verða strákur þegar hún verður stór og Almar Þór er búinn að útskýrar að hún verði þá að fara til útlanda í aðgerð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 23:59
Að sitja í bíl....
Þar sem ég reyni allt hvað ég get að gera allt sem er í boði !! þá er ég búin að fara um 1300km á 5 dögum !!!
Á þriðjudaginn fór öll fjölskyldan að heimsækja Sollu, Víði, Sævar Helga, Sigrúnu Rósu og Herdísi Öglu á Akureyri - það var frábært að sjá þau en við verðum að ná að taka Kana næst (sko spila Kana). (ca 400km)
Á fimmtudeginum brunuðum við Sigrún E. til Reykjavíkur á kynningu á vegum vinnunnar (ca 400 km).
Á laugardaginn brunuðum við Berghildur suður í tvö afmælisboð (Ríkeyjar Öldu og Birtu Magneu) á meðan Egill og Almar fóru á fótboltamót á Blönduósi (ca 400km).
Á sunnudaginn fórum við öll á Blönduós á fótboltamót (ca 100km).
...... þetta er svo viturlegt
Annars var þetta bara fínt, Almar er afskaplega ánægður með helgina og er núna byrjaður á reiðnámskeiði á Gauksmýri - er brosandi allan hringinn eftir fyrsta daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 10:54
Jæja...
þá er nú kominn tími á að blogga eitthvað. Við Egill erum nýkomin frá Danmark en kennarar og starfsfólk í Grunnskóla Húnaþings vestra fóru í kynnisferð til Randers og Skagen. Þetta var alveg frábær ferð. Gott veður (alltaf um 28-30 stiga hiti og sól). Mjög ánægð með ferðina . Börnin voru í Kópavogi og höfðu það virkilega gott.
Það var ekki leiðinlegt að koma heim í yndislegt veður en í dag er reyndar frekar kalt enda þoka.....já það er líka 17.júní - það hlaut að vera
Um næstu helgi er mikið um að vera, það er bæði fótboltamót á Blönduósi og líka afmæli hjá Birtu Magneu og Ríkeyju Öldu í Rvk. Þetta er dæmigert, helst vildi maður vera á öllum stöðum en nú verðum við að velja
Einnig langar mig líka að fara til Akureyrar að heimsækja Sollu og fjölskyldu og ég er hugsum að gera það líka í næstu viku.... eins og þið sjáið er ýmislegt á dagskránni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2007 | 10:57
Sumarið komið
Jæja nú held ég að sumarið sé komið. Það voru 19 stig í gær en rok. Núna er ekki eins heitt en það er logn og sólin lætur sjá sig. Berghildur er samt alveg á því að það sé rigning !! ég skil það ekki alveg en hún er úti í sólinni í regngallanum og inniskóm - er að fara að hjóla. Þau verða að fá að vera þau sjálf .
Almar Þór er á Reynhólum í sauðburði, fór í gær og fékk að gista. Honum finnst þetta alveg frábært.
Í dag eru skólaslitin og þá eru nemendur komnir í sumarfrí. Strax eftir skólaslitin brunum við suður en Eoghan er að útskrifast úr Listaháskóla Íslands. - Til hamingju - Að því tilefni ætlar fjölskylda hans og Katrínar (ég og fl.) að fara flott út að borða. Það verður æðislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar