Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 01:05
Ég er löngu komin frá Kanada :)
Góð vinkona mín benti mér á að samkvæmt bloggheimum væri ég enn í Kanada en ég er komin heim eftir fína ferð. Það var mjög gaman að fara á gamlar slóðir og hitta fólk. Einnig var ég með frábæru fólki og ekki skemmir það
Nú er ég komin í Hestheima (á suðurlandi, rétt hjá Hellu) og ætla mér að hjálpa eitthvað til hér ( ef ég er til gagns) og fara í hestaferðir með túristum frá fjarlægðum löndum (ok, USA og Germany), fimmtudagskvöldið verð ég mætt á landsmót hestamanna og það verður BARA GAMAN.
Um síðustu helgi var Berghildur mikið að tala um að við yrðum að tjalda strax, ég skyldi ekki í þessu hjá henni því ég var að vinna á fullu í Bakka og nóg að gera þar sem það var ættarmót í Ásbyrgi. Dóttir mín hélt áfram að tala um þetta þar og ég var alltaf að tönglast á að við gætum ekki farið neitt þar sem ég væri að vinna. Þar til ég fattaði að hún vildi tjalda með ættarmótsgestum í Ásbyrgi!!!! Ég sagði að það myndi nú ekki ganga upp að vera boðflennur og tjalda á túninu við Ásbyrgi sem er á móti húsinu okkar en hún sá engan veginn að það væri eitthvað athugavert við það !!! Þá fór ég að spá hvernig væri nú ef ég tjaldaði með krökkunum mínum alltaf um hverja helgi og tæki þátt í öllum ættarmótum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2008 | 15:17
Kanadaferd
Jaeja kaeru vinir.
Nu er eg stodd i Kanada i vinnuferd med skolastjornendum a Nordurlandi vestra. Vid erum komin nuna til Halifax en erum buin ad vera a Prince Edward Island (thar sem eg var i nami) ad skoda skola og hitta adra skolastjornendur. Thetta er bara buid ad takast afskaplega vel og rosalega godur hopur sem er herna .
Annars gekk thetta mjog brosulega hja mer dagana adur en eg for ut en eg var med mjog,mjog mjog langan lista um thad sem eg atti ad gera adur en eg faeri ut, medal annars ad koma hestunum minum fra HVT og til Laugarbakka. Eg aetladi ad rida theim thangad en thad gekk ekki thar sem eg var algerlega timalaus thannig ad eg fekk hestkerru lanada. Thegar eg var ad setja einn hest upp a og rett ad setja setja krokinn a mulinn, haetti hesturinn skyndilega vid ad koma med og rikur ut ur kerrunni nema ad vid thad tha fer krokurinn a bolakaf i haegri lofann a mer og er pikkfastur thar . Pabbi klippir reipid i sundur og vid forum nidur a Heilsugaeslu kl 23. Kroknum er nad ur lofanum a mer en tha se eg bara sinina upp i thumalinn i sarinu og thad var i raun otrulegt ad sja hana hreyfast um leid og eg hreyfdi puttann !! Flott en eg var sem sagt flutt sudur med sjukrabil til ad lata taugalaekni athuga hvort taugin hafi eitthvad skemmst. Eg sagdist nu varla hafa tima fyrir thetta thvi eg vaeri ad fara til Kanada daginn eftir og vaeri ekki buin ad pakka!!! Tha var bara sjukbilstjorinn bedinn um ad keyra mig sudur og bida eftir mer thannig ad eg kaemist aftur nordur um nottin til ad pakka og thad gekk eftir. Eg var sem sagt komin heim kl. 5 um nottina og logd af stad aftur til Reykjavikur kl 12 med eitthvad dot i tosku, halfvonkud. Thad voru saumud 8 spor en thetta er allt ad koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar