Berghildur Björt íþróttaálfur

Hún Berghildur fer sínar leiðir. Hún hefur lengi verið hrifin af Latabæ og þá fyrst Sollu. En nú vill hún ekki sjá Sollu heldur kemur aðeins Íþróttaálfurinn til greina. Nú vill hún aðeins vera í íþróttaálfsfötum og skammar móður sína á morgnanna ef mamman hefur ekki náð að þvo fötin og þurrka á meðan álfurinn sefur. Um daginn vorum við mæðgur í Smáralindinni, sem er nú ekki merkilegt, en Berghildur var í íþróttaálfsgallanum sínum, skónum og með buffið. Hún fékk mikla athygli og margir hrósuðu henni fyrir að láta ekki aðra segja henni hvað hún á að gera. Þetta var nú voða sniðugt fyrst en aftur á móti var þetta farið að fara í taugarnar á mér en ég var mikið að spá í hver viðbrögð fólks yrðu ef ég væri með Almar í Sollufötum. Fengi hann sömu jákvæðu viðbrögðin og Berghildur?des-2006-mars 2007 008

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Guðbjörg og velkomin í netheima! 

Já, þetta er nefnilega ansi snúið. Hér er tilvitnun í Margréti Pálu Ólafsdóttur, sem oft hefur hitt naglann á höfuðið:

Við fyllumst stolti þegar stúlkurnar okkar sýna áræðni og vaða um í gallabuxum og gúmmískóm, alls óragar við að eigna sér svigrúm í lífinu. Hins vegar vitum við jafn vel að "kvenlegu" eiginleikarnir eru taldir minna virði - og fyllumst skelfingu, ef drengur hefur mikla ánægju af dúkkuleik og skemmtir sér konunglega við málningardót móður sinnar.

Bestu,

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Þetta er einmitt málið!

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 9.4.2007 kl. 22:12

3 identicon

Hæ hæ.

Til hamingju með þessa fínu blogg-síðu. Gaman verður nú að geta fylgst svolítið með ykkur.

Sigrún Rósa er voða hrifin af Sollu stirðu ... það er hins vegar verra að hún kallar hana ekki "Solla stirða" heldur MAMMA STIRÐA :-)

Bestu kvðjur til ykkar allra, kv. Solla.

Sólveig Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

238 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband