Margt í gangi....

Það má eiginlega segja að fjölskyldan er frekar þreytt þessa dagana. Allir að koma sér í gang eftir jólin og nú förum við einnig upp í hesthús á hverjum degi.  Njáll kominn í hesthúsið , búið að járna og  krakkarnir farnir á bak, það var þvílíkt gaman. Eins og er, eru þau mjög spennt að fara og alltaf til en það er annað þegar ég er að reyna að koma þeim út úr hesthúsinu, þá fæ ég svip frá dóttur minni og ég hef oft séð hann talsvert fallegri ef ég vil fara heim fyrir gjöf !!!  Þessa dagana er sem sagt komið heim um 7, borðað og farið að sofa. Reyndar hefur Berghildur Björt minnst á þá hugmynd að það sé líka hægt að gist í hesthúsinu hjá honum Njáli!!! Bráðum tökum við líka Höfðingja inn (hestinn sem ég ætla að vera á).

Almar Þór er líka byrjaður að læra á trommur. Það er mikill áhugi, mikið æft á kvöldin og þá helst við hliðina á móðurinni!  Í gærkvöldi hugsaði ég mikið um hvað það væri yndislegt að eiga bílskúr!! Ég hef nú smá áhyggjur hvort það sé of mikið að gera hjá Almari en hann er núna bæði að læra á píanó og trommur (í hálfu námi í hvoru), æfa íþróttir daglega og í hestamennsku. Reyndar er talsvert auðveldara að sofna núna heldur en í byrjun janúar en maður verður bara að fylgjast með.

Kveðja úr Laugabólinu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá! Hvað það er mikið að gera hjá ykkur!

Frábært að þau eru að fíla hestamennskuna með þér.

Helga Hinriks (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:00

2 identicon

Heyrðu, og gott líka að vita að það séu bara 348 dagar til jóla. Ég verð að segja að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, ekki búin að kaupa neina jólagjöf og eiginlega ekkert farin að huga að bakstri. En betur má ef duga skal og eitthvað verður gert af þessu nú um helgina!  :-)

Helga Hinriks (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

 Já ég var einmitt hugsum að fjalla um þessa daga fram að jólum í næsta bloggi. Það er spurning hvort ég hafi þetta ekki á til að maður fari nú að byrja á þessu..... ekki veitir nú af 

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 11.1.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

234 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband