Áskorun - jólabakstur...

Eins og ég hef áður komið að þá hefur smákökubakstur gengið mjög erfiðlega í gegnum árin en nú varð ég fyrir áskorun.... Sonur minn kom heim í gær með uppskrift úr heimilisfræði þar sem hann hafði verið að baka súkkulaðibitasmákökur, hann vildi endilega baka fyrir mig sem hann og gerði. Viti menn þarna komu þessar frábæru smákökur. Ég verð að viðurkenna að það kom smá blendin tilfinning upp því ég varð náttúrlega mjög stolt af litla 7 ára gamla bakaranum en mjög ósátt með smákökugerð mína hingað til - þetta varð að hálfgerðri áskorun.

Jæja þannig að nú gagnast ekkert að vera með einhverja "Jóa Fel stæla" (slumpa í uppskriftir)þannig að ég kom við í Kaupfélaginu, keypti nýtt batterí í eldhúsvogina mína (skoðaði samt nýjar gerðir af eldhúsvogum - kannski væru þær nákvæmari en mín!!), keypti nýjar mæliskeiðar + mál og byrjaði að baka. Ég ákvað að fara núna MJÖG nákvæmlega eftir uppskriftinni og ... viti menn. Út úr ofninum komu þessar líka frábæru smákökur. Upp í huga minn kom skemmtilega lagið úr teiknimyndinni um hana Dóru - "We did it" og ég er enn með það á heilanum Grin

Almar smakkaði eina köku og .... jú þetta var bara alveg ágætt. Nú er bara að kíkja í kaffi og smakka á smákökunum mínum - mín er komin í gírinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sko! Ef ég byggi á Laugarbakka þá myndi ég geta komið yfir til þín í kaffi og smákökur. Þetta er bara hlutur í lífinu sem við verðum að sætta okkur við, að við munum... mjög líklega... ófáar stundir (er að forðast að segja aldrei) búa saman á LAUGARBAKKA! Hahahahahahaha

Helga pelga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Ha ha ha ha ha Ertu að reyna að drepa mig ?!! Eina sem þarf til þess að þú komir á Bakkann er eitt gott símtal og málið er dautt  Vittu til, plús það að smákökurnar er mjöööööög góðar, kaffið hjá mér ekki verra og þú veist að hláturinn á Bakkanum lengir lífið....   

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 13.12.2007 kl. 22:32

3 identicon

Nú er ég búinn að prófa að búa á Laugarbakkanum í 6 vikur og það var nú bara fínt. Ég var reyndar ekki mikið þar heima..... reyndar bara eiginlega ekki neitt nema þegar ég kíkti við í glugganum hjá Brynju og Gauja.... spurði hana Brynju meira að segja hvað væri í sjónvarpinu (með sms-i) en fékk samt ekki svar fyrr en daginn eftir.... svo rólegt er lífið á Bakkanum

Palli (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Já Palli minn, við látum nú ekki græðgisvæðinguna hafa áhrif á okkur   ... svo rólegt er hjá okkur ... eða þannig

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 14.12.2007 kl. 12:19

5 identicon

Flott síða hjá þér essskkan....Ekki spurning að við stórfjölskyldan kíkjum í kaffi og kökur þegar heilsan batnar...Sætir kettlingar btw.  Kveðja Sól

sól (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:23

6 identicon

Minntist einhver á kökur ?? mmmm njom njom

Sæa (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:02

7 identicon

Flottust Guðbjörg! Er stolt af þér að takast á við smákökupúkann í sjálfri þér.  Ég segji nú bara Jói Fel hvað! Guðbjörg rokkar!

Stella Levy (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:38

8 identicon

Sæl mín kæra! Fann loksins þessa síðu þína. Flott síða og kökurnar enn betri....njomm njomm:)  Hvernig ferðu að núna þegar dularfullu mánudagsheimsóknirnar eru fyrir bí??? híhíhí kv. Kiddý og co

Kiddý (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:21

9 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Já Stella mér líður sko vel með að hafa tekið á þessu en ég hef nú meiri áhyggjur að allt sé að fyllast af smákökum!!!! Það verður nú gaman að heimsækja mig í júni... enn að taka upp smákökuboxið

Kiddý mín hvað veist þú um það að heimsóknunum sé lokið??? já Kiddý mín það er ýmsilegt sem þú veist ekki,.......  Múhahaha  og aftur múhahaha

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:01

10 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Já þið eruð svo velkomnar í kaffi og smákökur

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:02

11 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Þú líka Sæa

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

239 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband