5 dagar til jóla

Ég er hugsum að taka teljarann af blogginu (teljarinn sem telur niður dagana til jóla) því ég held að hann telji of hratt niður. Í var svo montin í nóvember því þá var ég búin með svo mikið - næstum því búin að kaupa allar jólagjafirnar, næstum því búin að taka allt í gegn, aðeins byrjuð á að búa til jólakortin, byrjuðá því að baka (það reyndar mistókst þá) o.s.frv. Þetta leit sem sagt allt mjög vel út en hvað gerist svo...... ég setti teljarann inn á bloggið og viti menn það er kominn 19. desember og ég er enn í sömu sporum Errm.... (reyndar baksturinn kominn aðeins á betri veg).  Ég ætlaði svo að vera í góðum málum núna og vera búin að öllu mjög snemma en...  líklega kemst ég ekki í "jólafíling" nema að vera alveg á síðustu stundu..... það er líklega málið.... við skulum alla vega segja það!!Wink

 

Ég læt hér fylgja mynd af flottri auglýsingu sem ég sá í Tékklandi í sumar. Flott?

Vínarferð - des 2007 023

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast, ansi skemmtilegt kvöld. Var mjög fegin þegar ég kom heim og fór úr júnítinu hehe.

Hvað er daman (held ég) að auglýsa? part af topplyklasetti?

og er þetta kona?

Sæa (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

Sömuleiðis Sæa, það var ekki leiðinlegt hjá okkur - daginn eftir var ég brunnin undir augunum vegna gleðitáraflóðs. Ég held að júnitið hjá þér hafi átt einhvern þátt í því en þú varst stórglæsileg. Með auglýsinguna - ég hef ekki hugmynd hvað er verið að auglýsa og ég held að þetta sé kona, held það.

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 16:36

3 identicon

Hér á bæ er mikið affslappelsi í gangi! Er búin að redda öllum jólagjöfum og jólakortum en annars á eftir að taka til og skúra (ég voga mér ekki að nota orðið "þrífa" hér), Palli er byrjaður á því svo við erum aðeins byrjuð, á eftir að baka eitthvað. Ætla að byrja á því í dag en baka bara tvær sortir; piparkökur og mömmukökur. Jólasteikin var keypt í gær í Þýskalandi svo eitthvað fáum við að borða. Iss... jólin koma alveg þó maður sé ekki að drepast úr stressi. Já og líka þó maður sé að drepast úr stressi!

Gleðileg jól! 

Helga pelga (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 09:40

4 identicon

Takk fyrir skemmtilegt gærkvöld. Þú ert mögnuð spákona!!! Spurning með að skipta um starf  Gleðilega jólahátíð og hittumst í banastuði á nýja árinu.

Stella Levy (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Í Laugabóli á Laugarbakka...

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir

... búa Guðbjörg Inga, Almar Þór og Berghildur Björt. Einnig eru Almar og Berghildur Björt svo heppin að eiga einn stóran bróður sem heitir Daníel Þór.

239 dagar til jóla

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • kettlingar 2008 011
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 016
  • kettlingar 2008 014
  • kettlingar 2008 012

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband