Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 14:29
Ungmennafélagsandi hvað???
Þetta er nú meira kjaftæðið með þennan ungmennafélagsanda! Ég og Spói mættum á svellið og UNNUM áhugamannaflokkinn!!! Já það voru fleiri keppendur....... og allir vanir hestamenn. Þannig að ég verð núna mjög leiðinleg næstu daga, því "hestaegoið" er frekar hátt uppi. Ég vil sérstaklega taka það fram að ég var á mjög góðum hesti sem Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir á, tamdi og þjálfaði - bara að það komi fram
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2008 | 23:32
"Mamma! Ég og Ársæll ætlum að gifta okkur.."
" ok mamma, það tekur tvo daga að giftast er það ekki? Sko fyrir börn, er það ekki?" Já þetta er ekki flóknara en þetta. Berghildur Björt 4 ára ákveðin dama tilkynnti mér þetta um daginn. Síðan sagði hún við mig tveimur dögum síðar þegar við vorum á leiðinni inn í leikskólann " ég vona að Ársæll komi í dag við ætlum nefnilega að gifta okkur í dag" Ég er reyndar aðeins sár yfir því að vera ekki boðin en ég verð bara að taka því
Annars er allt í ljóma. Reyndar er ég að fara að keppa á hestinum Spóa í tölti á ís á Gauksmýratjörn !!! Já þetta var rétt lesið - þetta er bara til gamans, kann ekki ra..... en ég hef alltaf aðhyllst ungmennafélagsandanum; þetta er ekki spurningin um að vinna heldur að vera með - þetta á sérstaklega vel núna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 15:10
341 dagur til jóla.
Ég er hugsum að vera með teljarann bara á út árið til að geta hafið undirbúning snemma. Ekki veitir af!!!
Annars er bara allt fínt að frétta af fjölskyldunni. Alltaf gaman í vinnunni (skemmtilegt samstarfsfólk og yndisleg börn), frábært að fara í hesthúsin og þar sem ég er ekki búin að fá minn gæðing inn (kemur á morgun) hef ég fengið að prufa aðra hesta í hesthúsinu. Þetta er svo gaman að ég er hugsum að taka að mér að þjálfa skemmtilega hesta - ath aðeins skemmtilega hesta .
Góða helgi kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 13:34
Margt í gangi....
Það má eiginlega segja að fjölskyldan er frekar þreytt þessa dagana. Allir að koma sér í gang eftir jólin og nú förum við einnig upp í hesthús á hverjum degi. Njáll kominn í hesthúsið , búið að járna og krakkarnir farnir á bak, það var þvílíkt gaman. Eins og er, eru þau mjög spennt að fara og alltaf til en það er annað þegar ég er að reyna að koma þeim út úr hesthúsinu, þá fæ ég svip frá dóttur minni og ég hef oft séð hann talsvert fallegri ef ég vil fara heim fyrir gjöf !!! Þessa dagana er sem sagt komið heim um 7, borðað og farið að sofa. Reyndar hefur Berghildur Björt minnst á þá hugmynd að það sé líka hægt að gist í hesthúsinu hjá honum Njáli!!! Bráðum tökum við líka Höfðingja inn (hestinn sem ég ætla að vera á).
Almar Þór er líka byrjaður að læra á trommur. Það er mikill áhugi, mikið æft á kvöldin og þá helst við hliðina á móðurinni! Í gærkvöldi hugsaði ég mikið um hvað það væri yndislegt að eiga bílskúr!! Ég hef nú smá áhyggjur hvort það sé of mikið að gera hjá Almari en hann er núna bæði að læra á píanó og trommur (í hálfu námi í hvoru), æfa íþróttir daglega og í hestamennsku. Reyndar er talsvert auðveldara að sofna núna heldur en í byrjun janúar en maður verður bara að fylgjast með.
Kveðja úr Laugabólinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2008 | 17:41
Njáll kominn í hús
Nú er ég að byrja aftur í hestamennsku. Það verður ekki leiðinlegt . Ég, Berghildur Björt og Hilmir Rafn fórum að Gauksmýri og tókum hestinn Njál úr stóðinu og settum hann inn í hesthúsið á Gauksmýri. Á morgun mun Frú Haddý koma með okkur á sínum fjallajeppa og með sína hestakerru og flytja gæðinginn inn í hesthús á Hvammstanga. Ég er nefnilega búin að leigja tvo bása af honum Kjartani fyrrverandi sjoppueiganda og mig grunar að það verði ekki leiðinlegt í þessu hesthúsi - bara skemmtilegt fólk. Njáll er traustur barnahestur sem ég fæ lánaðan frá hjónunum á Gauksmýri en ég fæ síðan annan hest, hann Höfðingja, lánaðan fyrir mig. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að sjá hvort að börnin mín hafi raunverulegan áhuga því ef þau sýna áhuga á að vera með mér í þessu, þá langar mig að gera þetta af alvöru. Ef þau sýna engan áhuga þá, þá , þá ........?
Almar Þór fór að heimsækja hann Viktor Jóhannes í sveitina í Finmörk.. ekki leiðinlegt hjá honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar