2.1.2008 | 17:41
Njáll kominn í hús
Nú er ég að byrja aftur í hestamennsku. Það verður ekki leiðinlegt . Ég, Berghildur Björt og Hilmir Rafn fórum að Gauksmýri og tókum hestinn Njál úr stóðinu og settum hann inn í hesthúsið á Gauksmýri. Á morgun mun Frú Haddý koma með okkur á sínum fjallajeppa og með sína hestakerru og flytja gæðinginn inn í hesthús á Hvammstanga. Ég er nefnilega búin að leigja tvo bása af honum Kjartani fyrrverandi sjoppueiganda og mig grunar að það verði ekki leiðinlegt í þessu hesthúsi - bara skemmtilegt fólk. Njáll er traustur barnahestur sem ég fæ lánaðan frá hjónunum á Gauksmýri en ég fæ síðan annan hest, hann Höfðingja, lánaðan fyrir mig. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að sjá hvort að börnin mín hafi raunverulegan áhuga því ef þau sýna áhuga á að vera með mér í þessu, þá langar mig að gera þetta af alvöru. Ef þau sýna engan áhuga þá, þá , þá ........?
Almar Þór fór að heimsækja hann Viktor Jóhannes í sveitina í Finmörk.. ekki leiðinlegt hjá honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 12:47
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Jæja þetta tókst, kl. 4 á aðfangadag pakkaði ég inn síðustu pökkunum. Reyndar komust nokkrir pakkar og kort ekki á pósthúsið fyrir en á aðfangadag og þar sem mér finnst ólíklegt að kallað hafi verið út aukalið til að koma mínum sendingum til skila eru einhverjir, því miður, sem fá ekki sendingu frá mér fyrr en milli jóla og nýárs. En það stendur til að gera betur næsta ári... Kannski að ég byrji bara á þessu núna í janúar .
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 18:32
5 dagar til jóla
Ég er hugsum að taka teljarann af blogginu (teljarinn sem telur niður dagana til jóla) því ég held að hann telji of hratt niður. Í var svo montin í nóvember því þá var ég búin með svo mikið - næstum því búin að kaupa allar jólagjafirnar, næstum því búin að taka allt í gegn, aðeins byrjuð á að búa til jólakortin, byrjuðá því að baka (það reyndar mistókst þá) o.s.frv. Þetta leit sem sagt allt mjög vel út en hvað gerist svo...... ég setti teljarann inn á bloggið og viti menn það er kominn 19. desember og ég er enn í sömu sporum .... (reyndar baksturinn kominn aðeins á betri veg). Ég ætlaði svo að vera í góðum málum núna og vera búin að öllu mjög snemma en... líklega kemst ég ekki í "jólafíling" nema að vera alveg á síðustu stundu..... það er líklega málið.... við skulum alla vega segja það!!
Ég læt hér fylgja mynd af flottri auglýsingu sem ég sá í Tékklandi í sumar. Flott?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2007 | 21:57
Áskorun - jólabakstur...
Eins og ég hef áður komið að þá hefur smákökubakstur gengið mjög erfiðlega í gegnum árin en nú varð ég fyrir áskorun.... Sonur minn kom heim í gær með uppskrift úr heimilisfræði þar sem hann hafði verið að baka súkkulaðibitasmákökur, hann vildi endilega baka fyrir mig sem hann og gerði. Viti menn þarna komu þessar frábæru smákökur. Ég verð að viðurkenna að það kom smá blendin tilfinning upp því ég varð náttúrlega mjög stolt af litla 7 ára gamla bakaranum en mjög ósátt með smákökugerð mína hingað til - þetta varð að hálfgerðri áskorun.
Jæja þannig að nú gagnast ekkert að vera með einhverja "Jóa Fel stæla" (slumpa í uppskriftir)þannig að ég kom við í Kaupfélaginu, keypti nýtt batterí í eldhúsvogina mína (skoðaði samt nýjar gerðir af eldhúsvogum - kannski væru þær nákvæmari en mín!!), keypti nýjar mæliskeiðar + mál og byrjaði að baka. Ég ákvað að fara núna MJÖG nákvæmlega eftir uppskriftinni og ... viti menn. Út úr ofninum komu þessar líka frábæru smákökur. Upp í huga minn kom skemmtilega lagið úr teiknimyndinni um hana Dóru - "We did it" og ég er enn með það á heilanum
Almar smakkaði eina köku og .... jú þetta var bara alveg ágætt. Nú er bara að kíkja í kaffi og smakka á smákökunum mínum - mín er komin í gírinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.12.2007 | 15:09
Fíasól komin með kettlinga
Hún Fíasól er búin að eignast tvo sæta kettlinga. Við vissum nú að hún væri kettlingafull en eitt kvöldið læddist hún upp í rúm til Almars Þórs og eignast kettlingana. Almar tók ekki eftir neinu og daginn eftir fór Berghildur (þá orðin veik) upp í rúmið hans A til að kúra og bað mig um að laga sængina fyrir sig. Ég tók sængina en þá heyrði ég bara væl og viti menn þarna lágu tveir sætir kettlingar. Mamman er búin að vera mjög upptekin við að sinna frumburðum sínum ...já þetta er nú aldeilis spennandi blogg!!!
Jæja Helga nú er ég búin að blogga þrisvar sinnum á fjórum dögum, hvenær ætlar þú að taka mig af "óvirka listanum" þínum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2007 | 13:50
Berghildur Björt í fyrsta skipti með flensu...
Hún Berghildur Björt er veik, þetta er í fyrsta skipti á æfinni sem hún fær flensu! Í fyrrinótt fékk hún hita en var nú hress í gær. Hún valhoppaði um og tilkynnti öllum sem komu að hún væri veik og færi ekki í leikskólann á morgun (í dag) - hún sagði þetta sérstaklega oft við Almar sem var nú eitthvað að reyna að sýna móður sinni að hann væri með kvef og líklega væri nú best fyrir hann að vera líka heima. En mikið finnst henni þetta erfitt núna, liggur í sófanum með 39 stiga hita og höfuðverk. Sofnar í nokkrar mínútur og vaknar upp ferlega svekkt að hún skuli enn vera veik. Ég skil hana vel - þetta er ekki skemmtilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 13:47
Jólabakstur hvað.....
Jæja, nú ætla ég að koma mér upp úr þessari svakalegri bloggleti.
Nú erum við þrjú bara í rólegheitunum og reynum að koma jólaskrautinu upp. Mér finnst það bara notalegt. Stefnan er líka að reyna að baka eitthvað meira, en ég skil ekki hvers vegna jólakökubakstur gengur alltaf svona illa hjá mér. Ég held að ég hafi bakað eitthvað á hverju einasta ára en á hverju einasta ári hefur þetta mistekist !!!! Ég held að þetta séu uppskriftirnar. Vinkonur mínar hópast til mín með einfaldar uppskriftir en... ég er alveg handviss um að þær séu búnar að breyta þeim og eru nú einhvers staðar saman að drekka heitt kakó, borða ljúfengar smákökur (með réttri uppskrift) og öskrandi af hlátri .... ætli það sé kannski upptökuvél hér í leyni??? Ætla að skoða þetta nánar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2007 | 00:05
Beint í punginn...
Við Berghildur Björt vorum að kasta á milli nokkurs konar bolta (saman krumpaðri servéttu) þegar "boltinn" lenti fyrir neðan beltisstað á BBE, hún leit á mig og sagði "beint í punginn.....!!!"
Já hún ætlar sér að verða strákur þegar hún verður stór og Almar Þór er búinn að útskýrar að hún verði þá að fara til útlanda í aðgerð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 23:59
Að sitja í bíl....
Þar sem ég reyni allt hvað ég get að gera allt sem er í boði !! þá er ég búin að fara um 1300km á 5 dögum !!!
Á þriðjudaginn fór öll fjölskyldan að heimsækja Sollu, Víði, Sævar Helga, Sigrúnu Rósu og Herdísi Öglu á Akureyri - það var frábært að sjá þau en við verðum að ná að taka Kana næst (sko spila Kana). (ca 400km)
Á fimmtudeginum brunuðum við Sigrún E. til Reykjavíkur á kynningu á vegum vinnunnar (ca 400 km).
Á laugardaginn brunuðum við Berghildur suður í tvö afmælisboð (Ríkeyjar Öldu og Birtu Magneu) á meðan Egill og Almar fóru á fótboltamót á Blönduósi (ca 400km).
Á sunnudaginn fórum við öll á Blönduós á fótboltamót (ca 100km).
...... þetta er svo viturlegt
Annars var þetta bara fínt, Almar er afskaplega ánægður með helgina og er núna byrjaður á reiðnámskeiði á Gauksmýri - er brosandi allan hringinn eftir fyrsta daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 10:54
Jæja...
þá er nú kominn tími á að blogga eitthvað. Við Egill erum nýkomin frá Danmark en kennarar og starfsfólk í Grunnskóla Húnaþings vestra fóru í kynnisferð til Randers og Skagen. Þetta var alveg frábær ferð. Gott veður (alltaf um 28-30 stiga hiti og sól). Mjög ánægð með ferðina . Börnin voru í Kópavogi og höfðu það virkilega gott.
Það var ekki leiðinlegt að koma heim í yndislegt veður en í dag er reyndar frekar kalt enda þoka.....já það er líka 17.júní - það hlaut að vera
Um næstu helgi er mikið um að vera, það er bæði fótboltamót á Blönduósi og líka afmæli hjá Birtu Magneu og Ríkeyju Öldu í Rvk. Þetta er dæmigert, helst vildi maður vera á öllum stöðum en nú verðum við að velja
Einnig langar mig líka að fara til Akureyrar að heimsækja Sollu og fjölskyldu og ég er hugsum að gera það líka í næstu viku.... eins og þið sjáið er ýmislegt á dagskránni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
54 dagar til jóla
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar